Af fornri frægðarför



17. febrúar 2008

Svo auðvitað ætti ég að vera búinn að skrifa eitthvað. En ég fann aldrei rétta kaffihúsið (ekki að ég hafi leitað), nægan innblástur né nothæfan penna!
Hér er ég þó, með penna í hönd, að leitast við að bæta fyrir fyrri misgjörðir; vangjörðir (er það orð?)

Ég þarf að muna eftir nokkrum stöðum, augnablikum og minningum. Þá sérstaklega tilfinningunum sem þeim óneitanlega tengdust!

Ég þarf að muna andann á Emanuelstrasse, samkenndin sem hér sveimir yfir eins og góðlátleg vofa fyrri hörmunga. Ég er umkringdur börnum múrsins, sem voru alin upp í skugga kommúnismans sem reið yfir allri Austur-Berlín. Ég verð þó að viðurkenna að mér hefir liðið furðulega. En við hverju var að búast, þegar ólíkir menningarheimar mætast. Hér er ekki neysluhyggjan að ríða taumlausan.

Ég þarf að muna "acomodador"! Hvernig mér leið þegar ég las Sahírinn. Hvað ég vildi svo innilega upplifa þá tilfinningu, sem ég fann við lok hvers kafla, hvern dag. Á áþreifanlegan hátt, hvern dag!

Ég þarf að muna þá frelsistilfinningu að keyra Autobahnið til Hamborgar. Þó fölsk hún væri, var ég innilega hamingjusamur.

Ég þarf að muna eftir Hamborg. Hversu asnalega ég hugsaði, eins og svo oft áður, um greddu sem lífsnauðsyn. Af því sprettur einungis upp hjá mér öfund og reiði. Það er fjarri frjálsri hugsun, því ég loka þá sjálfan mig inni í búri fjandsamlegra hugsana, um mig og alla mína galla!

Ég þarf að muna þörfina til að endurbyggja. Rífa niður gamalt og byggja nýtt frá grunni. Ekki bara sjálfan mig heldur umhverfi mitt. Efnislegt sem andlegt. Hvort sem það er eldhúsið eða sálin. Stofuna sem og minningar. Vinskap sem og fjandskap. Tilveran verður aldrei fullkomin, ég verð að læra lifa með öllum þeim andstæðum sem mér birtast. Fagna þeim, faðma og viðurkenna!

Ég þarf að muna, að bara það að sitja í þögn og drekka te, er í lagi... stundum.

Ég þarf að muna svissnesku stelpurnar. Í rauninni allt það kvöld. Hversu mikið ég vildi elska þessa ungu blómarós. Hversu mikið ég vildi fremur heilla og njóta vinkonu hennar en elska. Ég vildi fá hana, leika mér að henni og taka hana. En blómarósina vildi ég elska.

Ég þarf að muna hversu mikið ég lýg að sjálfum mér! Auðvitað vildi ég elska vinkonuna, en ég gerði mér grein fyrir því að hún er villtur fugl sem verður seint taminn. Hversu mikið sem ég myndi óska mér, náttúrulögmálum verður ekki breytt! Þess vegna valdi ég blómarósina, kennslukonuna, sem tákngervingu ástar. Ég taldi minni líkur á hjartasári. Hversu sorglegt það er að líf mitt sé orðinn leikur að tölum!

Nú er ég þó hreinskilinn. Ég get því viðurkennt að þýska mærin, dökkhærða fljóðið með löngu leggina, gerði mig graðan. Kannski spilar vöntun á sjálfsást inní (það er lítill friður til slíkra athafna á þessu stóra kommúnuheimili) en ég vildi bara taka hana! Án allra þreyttra mökunarferla vildi ég stunda með henni kynlíf. Hrátt og hömlulaust kynlíf, upplifa dýrslegt aðdráttarafl tveggja sveltra líkama!

Nóg um kynlíf, meira af annars konar þrá: Matur!

Ég þarf að muna matarboðið. Spennuna, stressið og mistökin. Ánægjuna að sjá ávexti erfiði síns þegar 12 manneskjur gæða sér á 2 klukkutíma streði. Hvernig stolt mitt og egó dönsuðu saman í takt þegar fólkið þakkaði innilega fyrir sig.

Síðast en ekki síst, þarf ég að muna Aríödnu!

Hvar er raunverulega hughreystingu að fá?

Þann 9. janúar 1997 samdi ungur drengur þessa ræðu.
Hann var þá 13 ára og meðlimur í söfnuði Votta Jehóva.
 

Ágætis innsýn í hugarheim og áhrif slíkra söfnuða. 






Hvar er raunverulega hughreystingu að fá?

Nú á dögum eru mjög slæmir tímar. 20. öldin hefur verið öld glæpa, ofbeldis og hryðjuverka. Þetta sjáum við í fréttum daglega. Fólki finnst því nær ómögulegt að lifa, það er enga hughreystingu að fá. Við sem erum Vottar Jehóva sleppum ekki við þennan hluta þjóðfélagsins. Við umgöngumst jú heiminn og Satan ofsækir söfnuðinn harkalega.
Við spyrjum okkur því hvar við getum fengið hughreystingu? Svarið fáum við ef við lesum í leskaflanum í kvöld í Sakaría öðrum kafla og fyrstu þrettán versin.
Ég les Jehóva í stað Drottins samkvæmt frummálinu.

"
1
Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar fjögur horn voru.
2
Þá spurði ég engilinn, sem við mig talaði: ,,Hvað merkja þessi?`` Hann svaraði mér: ,,Þetta eru hornin, sem tvístrað hafa Júda, Ísrael og Jerúsalem.``
3
Því næst lét Drottinn mig sjá fjóra smiði,
4
og er ég spurði: ,,Hvað ætla þessir að gjöra?`` svaraði hann á þessa leið: ,,Þetta eru hornin, sem tvístruðu Júda svo, að enginn bar höfuð hátt, en þessir eru komnir til þess að skelfa þau, til þess að varpa niður hornum þeirra þjóða, er hófu horn gegn Júdalandi til þess að tvístra því.``
5
Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar maður var. Hann hélt á mæliþræði í hendi sér.
6
Þá spurði ég: ,,Hvert ætlar þú?`` Hann svaraði mér: ,,Að mæla Jerúsalem til þess að sjá, hve löng og hve breið hún er.``
7
Þá gekk engillinn, er við mig talaði, allt í einu fram, og annar engill gekk fram á móti honum.
8
Við hann sagði hann: ,,Hlaup þú og tala þú svo til þessa unga manns: ,Jerúsalem skal liggja opin og ógirt sökum þess fjölda manna og skepna, sem í henni verða,
9
og ég sjálfur skal vera eins og eldveggur kringum hana _ segir Drottinn _ og ég skal sýna mig dýrlegan í henni.```
10
Upp, upp, flýið úr norðurlandinu _ segir Drottinn _ því að ég hefi tvístrað yður í allar áttir _ segir Drottinn.
11
Upp, forðið yður til Síonar, þér sem búið í Babýlon!
12
Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn.
13
Því sjá, ég mun veifa hendi minni yfir þeim, og þá skulu þeir verða þrælum sínum að herfangi, og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig.

"

Ef við lítum aðeins á sögusviðið og skoðum vers 6-9 þá segir að ungur maður ætli að mæla Jerúsalem til að þess að girða hana fyrir óvinaárásum. En Jehóva segir að hún eigi að vera opin og ógirt, og hann sjálfur ætli að vera sem eldveggur í kringum hana.
Við getum líkt þessu við aðstæður okkar í dag því við erum sem opin og ógirt fyrir árásum Satans og heimsins sem er á hans valdi. En Jehóva er sem eldveggur í kringum okkur með því að gefa okkur andlega fæðu sem styrkir okkur og hughreystir í baráttunni gegn djöflinum.
Þetta samsvarar Sakaría 4:6 sem talar um að hlutirnir gerist "ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda" Jehóva allsherjar.
Við getum því með sanni sagt að það er hjá guði sem við fáum raunverulega hughreystingu.


Him against the world

 

Throw your dices
to a table of lies.
Feel the disgust
when it grows out of size.

"Hold that inside"
father tells his son.
"The war is not over,
it hasn´t even begun"

"God is not real,
only a state of mind.
God is just you
and all of mankind"

Those words left his soul,
shattered and broke.
"Believe in yourself"
he then honestly spoke.

 

Samið 6.1 2006 


Um bloggið

Stríðsmaður Ljóssins

Höfundur

SJR
SJR
Ljóð og annar samtíningur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...images

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband