Hvar er raunverulega hughreystingu að fá?

Þann 9. janúar 1997 samdi ungur drengur þessa ræðu.
Hann var þá 13 ára og meðlimur í söfnuði Votta Jehóva.
 

Ágætis innsýn í hugarheim og áhrif slíkra söfnuða. 






Hvar er raunverulega hughreystingu að fá?

Nú á dögum eru mjög slæmir tímar. 20. öldin hefur verið öld glæpa, ofbeldis og hryðjuverka. Þetta sjáum við í fréttum daglega. Fólki finnst því nær ómögulegt að lifa, það er enga hughreystingu að fá. Við sem erum Vottar Jehóva sleppum ekki við þennan hluta þjóðfélagsins. Við umgöngumst jú heiminn og Satan ofsækir söfnuðinn harkalega.
Við spyrjum okkur því hvar við getum fengið hughreystingu? Svarið fáum við ef við lesum í leskaflanum í kvöld í Sakaría öðrum kafla og fyrstu þrettán versin.
Ég les Jehóva í stað Drottins samkvæmt frummálinu.

"
1
Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar fjögur horn voru.
2
Þá spurði ég engilinn, sem við mig talaði: ,,Hvað merkja þessi?`` Hann svaraði mér: ,,Þetta eru hornin, sem tvístrað hafa Júda, Ísrael og Jerúsalem.``
3
Því næst lét Drottinn mig sjá fjóra smiði,
4
og er ég spurði: ,,Hvað ætla þessir að gjöra?`` svaraði hann á þessa leið: ,,Þetta eru hornin, sem tvístruðu Júda svo, að enginn bar höfuð hátt, en þessir eru komnir til þess að skelfa þau, til þess að varpa niður hornum þeirra þjóða, er hófu horn gegn Júdalandi til þess að tvístra því.``
5
Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar maður var. Hann hélt á mæliþræði í hendi sér.
6
Þá spurði ég: ,,Hvert ætlar þú?`` Hann svaraði mér: ,,Að mæla Jerúsalem til þess að sjá, hve löng og hve breið hún er.``
7
Þá gekk engillinn, er við mig talaði, allt í einu fram, og annar engill gekk fram á móti honum.
8
Við hann sagði hann: ,,Hlaup þú og tala þú svo til þessa unga manns: ,Jerúsalem skal liggja opin og ógirt sökum þess fjölda manna og skepna, sem í henni verða,
9
og ég sjálfur skal vera eins og eldveggur kringum hana _ segir Drottinn _ og ég skal sýna mig dýrlegan í henni.```
10
Upp, upp, flýið úr norðurlandinu _ segir Drottinn _ því að ég hefi tvístrað yður í allar áttir _ segir Drottinn.
11
Upp, forðið yður til Síonar, þér sem búið í Babýlon!
12
Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn.
13
Því sjá, ég mun veifa hendi minni yfir þeim, og þá skulu þeir verða þrælum sínum að herfangi, og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig.

"

Ef við lítum aðeins á sögusviðið og skoðum vers 6-9 þá segir að ungur maður ætli að mæla Jerúsalem til að þess að girða hana fyrir óvinaárásum. En Jehóva segir að hún eigi að vera opin og ógirt, og hann sjálfur ætli að vera sem eldveggur í kringum hana.
Við getum líkt þessu við aðstæður okkar í dag því við erum sem opin og ógirt fyrir árásum Satans og heimsins sem er á hans valdi. En Jehóva er sem eldveggur í kringum okkur með því að gefa okkur andlega fæðu sem styrkir okkur og hughreystir í baráttunni gegn djöflinum.
Þetta samsvarar Sakaría 4:6 sem talar um að hlutirnir gerist "ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda" Jehóva allsherjar.
Við getum því með sanni sagt að það er hjá guði sem við fáum raunverulega hughreystingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stríðsmaður Ljóssins

Höfundur

SJR
SJR
Ljóð og annar samtíningur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...images

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband